33 smit greindust innanlands í gær, þar af var 31 smit greint í sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítalans, en tvö eftir sóttkvíar- og handahófsskimanir. Af þeim sem greindust voru 19 í sóttkví og 14 utan sóttkvíar.
Samtals voru tekin 2.229 sýni í gær.
Átta eru nú á sjúkrahúsi vegna faraldursins, en voru í gær sex. Þá eru tveir á gjörgæslu, en það er sami fjöldi og í gær. Samtals eru nú 1.747 í sóttkví og fjölgar um rúmlega 100 á milli daga. Þá er 551 í einangrun og fjölgar um 26 þar á milli daga.
Nýgengi innanlandssmita mælist nú 140,7, en það er 14 daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa.