Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan hálf eitt í dag eftir að tilkynnt var um eld á annari hæð í fjölbýlishúsi í Hlíðunum. Nágranni hafði séð reyk koma út um glugga hússins og voru allar stöðvar ræstar út vegna málsins.
Slökkviliðið var komið fljótt á staðinn og reyndist vera um minniháttar eld að ræða í blómaskreytingu. Samkvæmt vakthafandi slökkviliðsmanni var ekki um mikinn skaða að ræða og fljótlega voru allar stöðvar nema ein kölluð til baka.
Aðeins þurfti að reykræsta minniháttar í íbúðinni, en eigandi íbúðarinnar, sem ekki hafði verið heima við, kom fljótlega á staðinn. Var slökkviliðið farið af vettvangi rétt fyrir klukkan 1.