Slökkvilið kallað út vegna reyks í Hlíðahverfi

Slökkviliði var kallað út vegna reyks í Hlíðahverfi í dag.
Slökkviliði var kallað út vegna reyks í Hlíðahverfi í dag. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu var kallað út um klukk­an hálf eitt í dag eft­ir að til­kynnt var um eld á ann­ari hæð í fjöl­býl­is­húsi í Hlíðunum. Ná­granni hafði séð reyk koma út um glugga húss­ins og voru all­ar stöðvar ræst­ar út vegna máls­ins.

Slökkviliðið var komið fljótt á staðinn og reynd­ist vera um minni­hátt­ar eld að ræða í blóma­skreyt­ingu. Sam­kvæmt vakt­haf­andi slökkviliðsmanni var ekki um mik­inn skaða að ræða og fljót­lega voru all­ar stöðvar nema ein kölluð til baka.

Aðeins þurfti að reykræsta minni­hátt­ar í íbúðinni, en eig­andi íbúðar­inn­ar, sem ekki hafði verið heima við, kom fljót­lega á staðinn. Var slökkviliðið farið af vett­vangi rétt fyr­ir klukk­an 1.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert