Sprotar safna milljörðum í faraldrinum

Hjálmar Gíslason stofnandi Grid, sem safnað hefur mestu fé í …
Hjálmar Gíslason stofnandi Grid, sem safnað hefur mestu fé í faraldrinum. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárfesting í íslenskum sprotafyrirtækjum frá því að kórónuveirufaraldurinn byrjaði að geisa hér á landi í mars nemur tæplega tíu milljörðum króna, samkvæmt lauslegri samantekt ViðskiptaMoggans.

Fjárfestingin skiptist á mörg fyrirtæki og eru upphæðirnar misháar. Það fyrirtæki sem safnað hefur mestu fé er hugbúnaðarfyrirtækið GRID. Fékk félagið tæplega 1,7 milljarða íslenskra króna.

Næstmestu fé hefur finnsk-íslenska tölvuleikjafyrirtækið Mainframe safnað, eða 1,1 milljarði króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert