Úthluta auknu fé úr Jöfnunarsjóði

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta 200 milljónum króna til viðbótar í …
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta 200 milljónum króna til viðbótar í ár vegna þjónustu við fatlað fólk. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga mun út­hluta 200 millj­ón­um króna til viðbót­ar í ár vegna þjón­ustu til fatlaðs fólks. Bygg­ir út­hlut­un­in á gögn­um sem safnað var frá þjón­ustu­svæðum og er í sam­ræmi við fyr­ir­hugaða aðkomu Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga að vinnu viðbragðsteym­is stjórn­valda um þjón­ustu við viðkvæma hópa.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra samþykkti til­lögu ráðgjafa­nefnd­ar Jöfn­un­ar­sjóðs um að út­hluta viðbótar­fram­lag­inu þann 25. sept­em­ber síðastliðinn. Viðbótar­fram­lag­inu er ætlað að koma til móts við auk­inn kostnað þjón­ustu­svæða vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert