„Veruleg blóðtaka“ í sölu á kiljum

Það hefur verið frekar tómlegt í bókabúðinni í Leifsstöð undanfarið.
Það hefur verið frekar tómlegt í bókabúðinni í Leifsstöð undanfarið. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þarna var um verulega blóðtöku að ræða,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, um samdrátt sem hefur orðið í sölu á bókum í kilju vegna kórónuveirufaraldursins.

Ferðatakmarkanir hafa stöðvað sölu á kiljum síðustu mánuði en í venjulegu árferði nemur salan í Leifsstöð um fjórðungi allrar kiljusölu hér á landi. Hefur þetta haft nokkur áhrif á íslensk bókaforlög. Ljóst er að um nokkrar búsifjar er að ræða enda seljast vinsælustu bækurnar í allt að fimm þúsund eintökum. Algengt er að glæpasögur seljist í um eða yfir tvö þúsund eintökum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Mér sýnist að sú sala sem hefur átt sér stað í Leifsstöð hafi í mjög litlum mæli færst annað,“ segir Egill Örn. Hann segir að þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hafi verið búið að ganga frá útgáfulista vorsins og því hafi engu verið hægt að breyta þá. „En verði framhald á ferðatakmörkunum Íslendinga á næsta ári er viðbúið að það komi til með að hafa áhrif á ákvarðanir íslenskra útgefenda þegar kemur að afþreyingarefni í kilju. Frumútgefnum bókum í kilju gæti þá fækkað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert