„Við Gísli vorum nánustu aðstandendur hvor annars“

„Minningin um Gísla mun alltaf lifa í mínu hjarta og …
„Minningin um Gísla mun alltaf lifa í mínu hjarta og skömmin verður alltaf mín vegna þess sem gerðist.“ Gunnar Jóhann hefur setið í fangelsi síðan hann var handtekinn að morgni 27. apríl í fyrra. Á næstu vikum ákveður héraðsdómur refsingu hans en saksóknari krafðist 13 ára fangelsis í lokaræðu sinni í gær. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

„Ég var svo hepp­inn að ég á pabba sem hætti að drekka '86 og flutti frá móður minni, tók mig með sér og ól mig upp. Þannig að ég ólst ekki beint upp í öllu fylle­rí­inu og rugl­inu sem var heima hjá móður minni eins og bróðir minn þurfti að gera.“

Með þess­um orðum hefst frá­sögn Gunn­ars Jó­hanns Gunn­ars­son­ar þar sem við sitj­um í heim­sókna­her­bergi á há­marks­ör­ygg­is­gæslu­deild fang­els­is­ins í Vadsø, sveit­ar­fé­lagi ör­skammt frá landa­mær­um Nor­egs og Rúss­lands. Nyrstu héruð Íslands eru langt í suðri. Næsta stóra byggðarlag frá þess­ari steypu­ver­öld ör­ygg­is­gæslu­deild­ar­inn­ar talið er Murm­ansk í Rússlandi.

Eng­inn vegg­ur deild­ar­inn­ar lít­ur út fyr­ir að mæl­ast minna en metri af stein­steypu á þykkt. Vina­legt timb­ur­hús er þó fyrsta álma þegar komið er inn á lóð fang­els­is­ins. Drátt­ar­vél með kerru stend­ur á hlaðinu.

Öll raf­tæki, þar á meðal sím­ar, eru tek­in af gest­um. Hringja þarf bjöllu og fá fanga­vörð í heim­sókna­her­bergið, þar sem næstu landa­mæri eru þykk stál­h­urð, til að fá síma af­hent­an og fá að taka mynd­ir af viðmæl­anda und­ir vök­ulu eft­ir­liti. Upp­töku­tækið fékk þó að vera viðstatt all­an tím­ann.

Rétt­ar­höld­in veru­lega erfið

Eins og les­end­um ætti mörg­um hverj­um nú að vera full­kunn­ugt sit­ur þessi tæp­lega fer­tugi Suður­nesjamaður, sjó­maður og síðustu ár krabba­veiðimaður í Mehamn í Nor­egi, í varðhaldi, grunaður um að hafa skotið hálf­bróður sinn, Gísla Þór Þór­ar­ins­son, til bana snemma morg­uns 27. apríl í fyrra.

Fangelsið í Vadsø í Finnmörk, skammt frá rússnesku landamærunum. Langa …
Fang­elsið í Vadsø í Finn­mörk, skammt frá rúss­nesku landa­mær­un­um. Langa bygg­ing­in fjærst hýs­ir há­marks­ör­ygg­is­gæslu­deild­ina. mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

Gísli Þór og Elena Unde­land, barn­s­móðir Gunn­ars og fyrr­ver­andi eig­in­kona, höfðu þá fundið ást­ina, voru orðin par og hugðust hefja sam­búð í kjöl­far þess að til skilnaðar kom milli Gunn­ars og Elenu.

Gunn­ar og Bakkus voru vel málkunn­ug­ir og rúm­lega það, á tíma­bili var sam­neyti þeirra dag­legt. Gunn­ar átti í vand­ræðum með áfengi, frá því greindi hann við aðalmeðferð máls­ins sem nú er ný­lokið í Vadsø. „Ég er alkó­hólisti,“ sagði Gunn­ar við skýrslu­gjöf á mánu­dag­inn í síðustu viku og játaði í kjöl­farið að hon­um væri full­kunn­ugt um að hann væri erfiður, hann væri há­vær og hvat­vís. „Ég sagði oft alls kon­ar hluti sem ég meinti ekki þegar ég var að drekka,“ viður­kenndi Gunn­ar Jó­hann fyr­ir héraðsdóm­end­um.

Gunn­ar hef­ur viður­kennt margt fleira fyr­ir viðstödd­um í Héraðsdómi Aust­ur-Finn­merk­ur síðustu daga og farið þar ít­ar­lega yfir and­legt ástand sitt hina ör­laga­ríku daga í apríl 2019 auk þess sem heim­il­is­lækn­ir hans og fleiri lækn­ar hafa lagt fram sinn vitn­is­b­urð.

„Þetta er nátt­úru­lega búið að vera hrika­lega erfitt, bara það erfiðasta sem ég hef farið í gegn­um,“ seg­ir Gunn­ar þegar blaðamaður spyr hann út í upp­lif­un hans af rétt­ar­höld­un­um en meðal vitna sem tjáðu sig fyr­ir héraðsdómi í síðustu viku var faðir hans, Gunn­ar Guðbjörns­son.

Veit ekki hvort ég kalla það góðar minn­ing­ar

„Við Gísli bróðir minn vor­um nán­ustu aðstand­end­ur hvor ann­ars þótt við höf­um verið hálf­bræður, ég á tíu hálf­systkini,“ seg­ir Gunn­ar. „Við erum báðir úr Njarðvík­un­um, ég ólst upp í Innri-Njarðvík, hann í Ytri-Njarðvík. Alla tíð vor­um við Gísli bestu vin­ir og við lék­um okk­ur mikið sam­an sem börn,“ rifjar hann upp. „Hann var nátt­úru­lega fimm árum eldri en ég, hann var stóri bróðir minn og passaði alltaf upp á mig. Við gerðum alltaf allt fyr­ir hvor ann­an, alltaf þegar hringt var og beðið um eitt­hvað var aldrei sagt nei. All­ir í Njarðvík sem þekktu okk­ur Gísla, vin­ir og fjöl­skylda og aðrir, all­ir vita það að við Gísli vor­um bestu vin­ir.“

Hvað með móður­ina og fyrstu æskuminn­ing­ar?

„Ég veit nú ekki hvort ég á að kalla það góðar minn­ing­ar svo sem en ég man að mamma hótaði alltaf að láta [...] koma og flengja okk­ur ef við hefðum ekki lægra þegar ég kom í heim­sókn heim til henn­ar og við Gísli vor­um að leika okk­ur,“ seg­ir Gunn­ar.

Hálfbræðurnir Gunnar og Gísli ungir. Gunnar kveður vinasamband þeirra hafa …
Hálf­bræðurn­ir Gunn­ar og Gísli ung­ir. Gunn­ar kveður vina­sam­band þeirra hafa verið ein­stakt og ját­ar að hann hafi með gjörðum sín­um brugðist öll­um í kring­um þá Gísla. Ljós­mynd/​Gunn­ar Guðbjörns­son

„Móðir mín var með sex af­brigði af geðsjúk­dóm­um og var inn og út af Kleppi og geðdeild Land­spít­al­ans. Hún átti sér eng­an af­brota­fer­il, ég held að hún hafi misst bíl­prófið reynd­ar ein­hvern tím­ann þegar hún keyrði út af í ein­verju man­íukasti. En mamma var rosa­lega góð kona, ég elskaði hana mjög heitt. Hins veg­ar var það þannig að í fjöl­skyld­unni var hver hönd­in upp á móti ann­arri vegna veik­inda henn­ar.

Ég gerði allt sem ég gat fyr­ir mömmu og stóð alltaf með henni. Það hafa orðið leiðindi milli okk­ar systkin­anna sem sner­ust um það hver ætlaði að taka hvora hliðina [í sam­bandi við veik­indi móður­inn­ar] en alltaf vor­um við Gísli vin­ir í þessu öllu. Mamma dó á gólf­inu heima hjá sér árið 2012, al­ein og yf­ir­gef­in. Sum barna henn­ar töluðu ekki við hana og það var mjög erfitt fyr­ir mig að missa hana,“ seg­ir Gunn­ar.

Pabbi fór í meðferð '86

Hann hafi í raun aldrei fengið að vita dánar­or­sök móður sinn­ar sem var mikl­um lyfj­um háð til að koma sér í gegn­um dag­inn. „Hún reykti líka eins og stromp­ur og ég held bara að hjartað í henni hafi gefið sig. Við Gísli jörðuðum hana sam­an og við sáum um erfi­drykkj­una.“

Seg­ir Gunn­ar móður sína hafa átt vingott við ýmsa karl­menn. „Og þær aðstæður komu al­veg upp að við Gísli þurft­um að fara og...ja, taka til hend­inni, þegar ein­hverj­ir höfðu farið yfir strikið gagn­vart henni,“ seg­ir Gunn­ar og nefn­ir dæmi um mann sem hefði byrlað móður þeirra ólyfjan.

Hann seg­ir alla fjöl­skyld­una hafa verið litaða af veik­ind­um móður­inn­ar. „Mamma mín gerði ým­is­legt slæmt við nán­ast öll börn­in sín, maður þurfti að horfa upp á margt og þetta var ekki alltaf fag­urt líf. Þótt pabbi hafi alið mig upp var ég alltaf í sam­bandi við mömmu.

Hann vildi hætta að drekka en mamma vildi það ekki. Pabbi fór í meðferð '86 og hann hef­ur sagt mér að það sem hafi bjargað hon­um var að hafa mig og þurft að bera ábyrgð á mér af því að við vor­um bara tveir. Pabbi hugsaði rosa­lega vel um mig, það var alltaf til mat­ur í ís­skápn­um og allt til alls,“ seg­ir Gunn­ar og nefn­ir sér­stak­lega minn­is­stætt jóla­hald með föður sín­um.

Verjandi Gunnars, Bjørn Andre Gulstad, sló botninn í málflutning sinn …
Verj­andi Gunn­ars, Bjørn Andre Gulstad, sló botn­inn í mál­flutn­ing sinn fyr­ir héraðsdómi með þriggja klukku­stunda ræðu í gær. Hann kveður at­b­urðinn á heim­ili Gísla slys og gá­leysi og krefst að há­marki fimm ára dóms yfir skjól­stæðingi sín­um. Þeir Tor­stein Lindquister héraðssak­sókn­ari hafa farið mik­inn í vanga­velt­um sín­um um ásetn­ing og gá­leysi síðustu tíu dag­ana. mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

„En þegar kom að skóla­göngu og svona þá var pabbi ekk­ert með fing­ur­inn í skóla­bók­un­um, það var bara ekki hans, og mér gekk aldrei vel í skóla. Mig minn­ir að ég hafi átt hálf­an vet­ur eft­ir af 10. bekk þegar skóla­stjór­inn klappaði á öxl­ina á mér og spurði mig hvort ég vildi ekki bara fara út að vinna eða eitt­hvað og þá byrjaði ég á sjó,“ seg­ir Gunn­ar frá. Þetta hafi verið skömmu fyr­ir alda­mót og all­ar göt­ur síðan hafi hans at­vinna tengst sjáv­ar­út­vegi.

„Þegar ég var ung­ur sner­ist lífið í Kefla­vík bara um að verða sjó­maður og eign­ast smá­veg­is af pen­ing­um, kom­ast á ein­hvern af þess­um flott­ustu bát­um sem þá voru, Happa­sæl, Staf­nesið eða Styrmi.“

Flutn­ing­ar til Nor­egs

Tal­inu vík­ur að flutn­ing­um sjó­manns­ins til Nor­egs löngu síðar, hvernig kom það til?

„Við Elena flutt­um hingað til Nor­egs þegar við feng­um vinnu í fisk­verk­un í Gam­vik og ætluðum að fara að vinna þar. Ég þekkti Íslend­ing í Gam­vik, hafði verið á sjó þarna í einn eða tvo mánuði áður, ég hringdi í hann, Al­bert Eggerts­son heit­ir hann, og hann út­vegaði okk­ur vinnu,“ er svarið.

Gunn­ar sagði Elenu svo hafa orðið ólétta af Gísla syni þeirra sem þeim hefði verið inni­legt gleðiefni. „Ég var svo ánægður með að ég væri að fá strák og það kom aldrei neitt annað til greina en að hann fengi nafnið Gísli, ég byrjaði að kalla hann það á meðan hann var enn í móðurkviði,“ seg­ir Gunn­ar frá.

Hálfbræðurnir á kóngakrabba við Mehamn. Gunnar segir þann dag koma …
Hálf­bræðurn­ir á kóngakrabba við Mehamn. Gunn­ar seg­ir þann dag koma að hann þurfi að setj­ast niður með börn­un­um sín­um og út­skýra hvað hafi gerst þar í bæn­um 27. apríl 2019. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hann hafi svo keypt sér bát með góðs manns fulltingi og gert út frá Gam­vik. Þó nokkr­ir Íslend­ing­ar eigi nú báta þarna í nyrstu véum Nor­egs, við opið gin Bar­ents­hafs­ins. „Þetta er ekk­ert hægt á Íslandi, þú færð eng­um kvóta út­hlutað þar, en hérna er krabba­kvót­inn mjög verðmæt­ur þannig að það er miklu auðveld­ara að byrja hér úti en nokk­urn tím­ann á Íslandi, þar er þetta ekk­ert hægt nema þú eig­ir ein­hverj­ar millj­ón­ir,“ seg­ir Gunn­ar.

Svo líða árin, Gunn­ar og Elena skilja og sú at­b­urðarás sem rifjuð var upp að hluta í Héraðsdómi Aust­ur-Finn­merk­ur mánu­dag­inn 21. sept­em­ber á sér stað.

Síðustu dag­ana fram að 27. apríl 2019 leit­ar Gunn­ar sér aðstoðar á geðdeild í Kara­sjok. „Þegar ég kom þarna inn á þessa deild talaði ég ekki við neinn lækni. Ég kom þarna nátt­úru­lega til að leita mér hjálp­ar en það eina sem mætti mér þarna voru grenj­andi stuðnings­full­trú­ar sem grétu bara með mér,“ seg­ir Gunn­ar.

Seg­ist hann hafa von­ast til þess að Gísli Þór hætti sam­bandi sínu við Elenu, ekki nóg með það held­ur hafi hann viljað að Gísli yf­ir­gæfi Mehamn.

Þykir mjög leiðin­legt hvernig fór

„Ég var bú­inn að vera mjög langt niðri þarna og Gísli vissi það al­veg, hann vissi al­veg sjálf­ur hvað það var að lenda í slæmri ástarsorg,“ seg­ir Gunn­ar og rifjar upp frá­sögn sem áheyr­end­ur í héraðsdómi höfðu áður fengið að heyra af því þegar Gísli Þór var mjög langt niðri mörg­um árum áður.

„Mér þykir þetta mjög leiðin­legt hvernig þetta allt fór. Eins hvernig sam­skipt­in voru á milli okk­ar Elenu, við vor­um að skilja og það voru deil­ur á milli okk­ar eins og svo oft er hjá fólki við skilnað og ég skil auðvitað hvernig henni er búið að líða eft­ir að þetta gerðist í fyrra­vor. Ég er sjálf­ur bú­inn að vera al­veg í rusli yfir þess­um at­b­urði og öllu sem gerðist þarna og það er eng­in reiði í mér leng­ur, hvorki í garð Elenu né bróður míns.

Þess­ir tíu dag­ar sem við Gísli vor­um óvin­ir þarna í fyrra voru einu tíu dag­arn­ir í okk­ar sam­bandi sem illt var á milli okk­ar. Minn­ing­in um Gísla mun alltaf lifa í mínu hjarta og skömm­in verður alltaf mín vegna þess sem gerðist,“ seg­ir Gunn­ar.

Aðstaðan í heimsóknaherberginu á hámarksöryggisgæsludeild fangelsisins í Vadsø þar sem …
Aðstaðan í heim­sókna­her­berg­inu á há­marks­ör­ygg­is­gæslu­deild fang­els­is­ins í Vadsø þar sem viðtalið fór fram. Hringja þurfti bjöllu og biðja fanga­vörð að koma með sím­ann fyr­ir mynda­töku. Verj­andi Gunn­ars brá sér í hlut­verk ljós­mynd­ara. Ljós­mynd/​Bjørn Andre Gulstad

Hann kveðst einnig vilja tjá systkin­um sín­um og öll­um öðrum í fjöl­skyldu sinni hve leitt hon­um þyki hvernig fór. „Mér finnst al­veg öm­ur­legt hvernig ég brást öll­um, systkin­um mín­um og eins þeim sem elskuðu Gísla og vin­um hans. Sum­ir í fjöl­skyldu minni munu aldrei tala við mig aft­ur og það er mér ákaf­lega þung­bært.“

Seg­ist Gunn­ar þrátt fyr­ir allt hafa fundið fyr­ir stuðningi úr ýms­um átt­um, við hann hafi haft sam­band fólk sem hann hafi ekki heyrt frá árum sam­an. „Ég er langt frá því að vera einn, maður sér það kannski fyrst þegar maður lend­ir í svona krísu hvað maður á marga góða að. Ég er mold­rík­ur af fólki og ég er mjög þakk­lát­ur fyr­ir það,“ seg­ir Gunn­ar og legg­ur ríka áherslu á þau orð sín.

Ekk­ert dóp hérna

Seg­ist Gunn­ar enn frem­ur hafa fengið mikla hjálp þann tíma sem hann hef­ur verið inn­an veggja fang­els­is­ins og ber hann starfs­fólki og sam­föng­um mjög vel sög­una auk þess heil­brigðis­starfs­fólks sem hann hafi haft aðgang að. „Ég gæti ekki verið í betri hönd­um í þessu fang­elsi, ég hef fengið góðan stuðning frá öll­um,“ seg­ir hann og kveður það ákaf­lega já­kvætt að eng­in fíkni­efni séu í um­ferð í fang­els­inu.

„Það er ekk­ert dóp hérna, sem er mjög gott, það er það síðasta sem ég þarf í kring­um mig núna. Á Litla-Hrauni fórstu bara í næsta klefa og þá varstu kom­inn með fíkni­efni, þar var allt vaðandi,“ seg­ir Gunn­ar sem á sér af­brota­fer­il á Íslandi og sat í afplán­un þar. Kveður hann flesta sam­fanga sína í Vadsø Norðmenn þótt þangað komi einnig Rúss­ar og Lit­há­ar og sam­fé­lagið í fang­els­inu sé mjög gott.

„Ef ég hins veg­ar rifja upp fyrstu dag­ana mína hérna inni þá finnst mér eig­in­lega ótrú­legt að ég sitji hérna núna og tali við þig,“ seg­ir Gunn­ar sem fór rak­leiðis í fang­elsið í Vadsø eft­ir hand­tök­una í Mehamn og hef­ur setið þar síðan. „Ég hugsaði ekki um annað en að taka mitt eigið líf þessa fyrstu daga. Síðan hef ég auðvitað fengið mikla aðstoð sál­fræðinga og geðlækna og ég er allt ann­ar maður, and­lega, núna en í fyrra­vor. Ég er auðvitað langt frá því að vera heill eft­ir þetta og ég á eft­ir að vinna mikið í sjálf­um mér og þarf ekki á neinni vorkunn að halda, ég á al­veg nóg með sjálf­an mig,“ seg­ir Gunn­ar.

Mark­miðið að vera edrú

Hann seg­ir stefn­una í sínu lífi nú ein­göngu geta verið upp á við. „Ég ætla að nýta þann tíma sem ég verð hérna inni til að mennta mig og fara í skóla hérna. Mitt aðal­mark­mið núna og í framtíðinni verður að vera edrú og vera til staðar fyr­ir börn­in mín, ég skulda þeim það. Ein­hvern tím­ann kem­ur sá dag­ur að ég þarf að setj­ast niður með börn­un­um mín­um og út­skýra fyr­ir þeim hvað gerðist í Mehamn 27. apríl 2019.

Þá vil ég geta verið þeim sama fyr­ir­mynd og pabbi minn var mér, að ég hafi hætt að drekka og verið til staðar. Það er núm­er eitt, tvö og þrjú hjá mér núna, að vera til staðar fyr­ir börn­in mín,“ seg­ir Gunn­ar Jó­hann Gunn­ars­son að lok­um, þar sem við setj­um punkt­inn við sam­tal okk­ar í há­marks­ör­ygg­is­gæslu­deild fang­els­is­ins í Vadsø í Aust­ur-Finn­mörk í Nor­egi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert