Aukinn hagvöxtur boði miklu betri framtíð

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2021 í dag.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2021 í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ef okkur tekstt að örva hagvöxtinn þá lítur framtíðin miklu, miklu betur út,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2021 og fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 á blaðamannafundi í dag.

Gert er ráð fyrir að 264 millj­arða króna halli verði á rekstri rík­is­sjóðs á næsta ári.

„Stóra pólitíska verkefnið er að örva og skapa, fá verðmæt störf svo við endum ekki í þeirri stöðu að þurfa að fara í harkalegar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir [mikinn áframhaldandi halla],“ sagði Bjarni. 

Á þriðja, fjórða og fimmta ári fjármálaáætlunar þarf að fara í ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs, að sögn Bjarna, og spara þannig 37,5 milljarða á hverju þessara ára. Það væri óábyrgt að skilja ríkissjóð eftir í lok þessa tímabils með 200 milljarða halla, að sögn Bjarna sem sagði hagvöxt lykilinn að bættu skuldahlutfalli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert