Gerpissvæði verði friðlýst

Umhverfisstofnun og Fjarðarbyggð áforma um friðlýsinguna í samræmi við málsmeðferðarreglur …
Umhverfisstofnun og Fjarðarbyggð áforma um friðlýsinguna í samræmi við málsmeðferðarreglur náttúruverndarlaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umhverfisstofnun og sveitarfélagið Fjarðarbyggð hafa áformað um friðlýsingu svokallaðs Gerpissvæðis milli Reyðarfjarðar og Norðfjarðar. Áformin eru gerð með samráði landeigenda á svæðinu og er meginmarkmið þeirra að vernda sérstætt gróðurfar, fjölbreytilegt landslag og merkar minjar, eins og segir á vef Stjórnarráðsins.

Þá er sagt að með friðlýsingunni verði hægt að tryggja búsvæði þeirra gróður- og dýrategunda sem viðhalda líffræðilegri fjölbreytni á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert