Alþingi, hið 151. í röðinni, verður sett í dag með hefðbundinni dagskrá. Undantekningin er þó að færri gestum er boðið til þingsetningar vegna sóttvarnareglna almannavarna.
Viðmælendur blaðsins á þingi segja að fjárlögin og efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirunnar verði stóra málið við upphaf þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld.
Í samtali í Morgunblaðinu í dag segist Katrín síður eiga von á mikilli andstöðu við aðgerðirnar. Hún vonast einnig eftir breiðri sátt um að taka breytingar á stjórnarskránni til afgreiðslu á þinginu.