Ákærður fyrir ósiðlegt athæfi á Hressó

Staðurinn er lokaður nú um stundir vegna heimsfaraldursins.
Staðurinn er lokaður nú um stundir vegna heimsfaraldursins. mbl.is/Emilía Björg Björnsdóttir

Héraðssaksóknari hefur með tilkynningu í Lögbirtingablaðinu lýst eftir nafngreindum erlendum manni fæddum 1976, sem ákærður er fyrir ósiðlegt athæfi í Hressó.

Maðurinn er ákærður fyrir kynferðislega áreitni, „með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 11. nóvember 2018 á skemmtistaðnum Hressingarskálanum, Austurstræti 20, Reykjavík, komið aftan að [...] þar sem hún stóð við barborð staðarins, fært sig þétt upp að henni þannig að mjaðmsvæðið hans nam við rass [...] og strokið mjaðmir hennar og maga með báðum höndum.“ Telst þetta varða við 1. mgr. 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Að auki er þess krafist að hinn ákærði greiði allan málskostnað. Af hálfu konunnar er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni skaða- og miskabætur samtals að fjárhæð 800.000 kr., að viðbættum vöxtum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert