Bannað að birta heimilisfang

Ekki var heimilt að birta heimilisfang kvartanda á Facebook
Ekki var heimilt að birta heimilisfang kvartanda á Facebook AFP

Persónuvernd hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem kvartað var yfir að notendur samfélagsmiðilsins Facebook birtu persónuupplýsingar um aðra einstaklinga.

Var notendunum í báðum tilfellum gert að fjarlægja upplýsingarnar þar sem þær stönguðust á við lög um persónuvernd, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í öðru málinu birti notandi á Facebook skjöl þar sem m.a. komu fram upplýsingar um heimilisfang annars einstaklings. Sá hafði áður fjarlægt nafn sitt úr símaskrá af öryggisástæðum.

Í hinu málinu birti Facebook-notandi upplýsingar um kennitölu og bankareikningsnúmer annars einstaklings og yfirlit greiðslna inn á þann reikning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert