Heimavist rekin á ný á Selfossi

Heimavistin verður í hluta Selfoss hostel við Austurveg.
Heimavistin verður í hluta Selfoss hostel við Austurveg. Ljósmynd/Valdimar Árnason

„Það kom mér skemmtilega á óvart að þótt þetta væri gert núna, eftir að önnin er hafin, eru samt sjö ungmenni að flytja inn í kvöld. Mér finnst það segja heilmikið um þörfina.“

Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps og formaður starfshóps Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, í Morgunblaðinu um opnun heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Skólinn samdi við Valdimar Árnason, eiganda Selfoss Hostel, um að rekin verði heimavist fyrir skólann í hluta af húsnæði ferðaþjónustu hans að Austurvegi 28. Fram til áramóta verða 10 herbergi ásamt tilheyrandi aðstöðu og 15 eftir áramót. Eigandi Selfoss Hostel tekur einnig að sér gæslu.

Einar Freyr segir að ungmenni af austurhluta starfssvæðis skólans, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, eigi vegna fjarlægðar frá Selfossi ekki kost á að nýta sér almenningssamgöngur til að sækja skólann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert