Sala Vínbúðanna jókst um tæp 15%

Í verslun ÁTVR.
Í verslun ÁTVR. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Fyrstu níu mánuði ársins var salan í Vínbúðunum tæplega 15% meiri í lítrum talið heldur en á sama tíma í fyrra. Alls voru seldir 19.325.000 lítrar af áfengi, en tæplega 16.844.000 lítrar á sama tíma í fyrra.

Aukin sala hefur verið í öllum flokkum nema í flokki ávaxtavíns, þar sem er lítils háttar samdráttur. Hástökkvarar ársins í Vínbúðunum eru í flokki annarra bjórtegunda heldur en lagerbjórs og í flokki freyðivíns og kampavíns.

Salan í lítrum jókst í kringum 8% á mánuði fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Síðan varð mikil söluaukning í apríl þegar salan jókst um tæplega 32%. Aukningin nam 18,5% í maí, tæpum 15% í júní og 27% í júlí. Í ágústmánuði varð rúmlega 4% samdráttur og skýringin á því er m.a. sú að sala áfengis fyrir verslunarmannahelgina var í júlí í ár, en í ágúst í fyrra. Í september nam aukningin tæplega 19%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert