Skuldasöfnun áhyggjuefni

,,Ef okkur tekst að örva hagvöxtinn, þá lítur framtíðin miklu …
,,Ef okkur tekst að örva hagvöxtinn, þá lítur framtíðin miklu betur út,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið og fjármálaáætlun í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun verður afkoma ríkissjóðs neikvæð um 264 milljarða á næsta ári og um 800 milljarða árin 2021 til 2025. Sá uppsafnaði halli er á við 15 meðferðarkjarna við Landspítalann.

Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það áhyggjuefni að taka muni fimm ár að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Afleiðingin verði að líkindum þyngri skuldabyrði til langrar framtíðar.

„Ég tel að fyllsta ástæða sé til að hafa áhyggjur af skuldasöfnun ríkisins vegna þess að hún er í megindráttum ávísun á skatta í framtíðinni. Þá er ekki ástæða til að sjá ofsjónum yfir lágum vöxtum um þessar mundir, enda munu vextir í framtíðinni sennilega færast að sögulegum venjum og verða kannski þrisvar eða fjórum sinnum hærri en þeir eru nú,“ segir Ragnar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fyrirhugað er að lækka tekjuskatt á lægstu laun. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir þessa aðgerð auka ráðstöfunartekjur tekjulágra. Vegna breyttra aðstæðna síðan aðgerðin var boðuð sé erfitt að meta áhrifin á sparnað og einkaneyslu. Hitt sé ljóst að þetta styrki stöðu tekjulágra enn frekar. Kjaratölfræðinefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir tekjulægstu hafi fengið hlutfallslega mestar launahækkanir í síðustu samningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert