Heimildir Morgunblaðsins herma að nafn Steins Loga Björnssonar, fyrrverandi forstjóra fraktflutningafélagsins Bláfugls og fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Icelandair, sé nefnt í samhengi við hugsanlegar breytingar á stjórn Icelandair Group í kjölfar hlutafjárútboðs félagsins í síðasta mánuði.
Morgunblaðið spurði Stein Loga út í málið og segir hann í blaðinu í dag, að ekkert formlegt hefði verið rætt, þó vissulega hefðu einhverjir hluthafar sett sig í samband og viðrað þennan kost.