Toyota hagnaðist um 168 milljónir

Toyota er áfram stærsti bílsmiður heims.
Toyota er áfram stærsti bílsmiður heims.

Bifreiðaumboðið Toyota á Íslandi hagnaðist um 168 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaður saman um 62% milli ára, en hagnaðurinn var 439 milljónir árið 2018.

Eignir félagsins í lok árs 2019 námu 4,9 milljörðum en þær voru 6,1 milljarður í lok árs 2018. Eigið fé Toyota á Íslandi var tæplega 1,7 milljarðar árið 2019 en það var tæplega 1,8 milljarðar árið 2018. Eiginfjárhlutfall félagsins er 34%.

Eins og hægt er að sjá á vef Samgöngustofu eru Toyota-bifreiðar söluhæstu bílar á Íslandi, en 1.333 bílar af þeirri tegund hafa selst það sem af er ári. Til samanburðar má geta þess að næstmest hefur selst af Tesla-bílum, eða 781.

Tekjur Toyota á Íslandi drógust saman um 20% milli ára. Þær voru 9,7 milljarðar í fyrra, en 12,2 milljarðar árið 2018, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert