Biðröð eftir íslenskri ofurfæðu

Slátursala í Hagkaupum.
Slátursala í Hagkaupum. mbl.is/Árni Sæberg

Biðröð var eftir slátri þegar slátursala Sláturfélags Suðurlands og Hagkaupa var opnuð í Kringlunni í gær. Var þetta annar dagur slátursölunnar en í fyrradag seldist slátrið upp. Eru því enn margar fjölskyldur sem nýta þessa þjóðlegu ofurfæðu.

Slátur er hefðbundinn íslenskur matur og hægt er að gera einstaklega hagkvæm matarinnkaup með því að gera slátur. Sláturgerð hefur farið minnkandi en enn vilja margir halda í hefðirnar. Algengt er að fjölskyldur taki slátur saman og þannig færist kunnáttan á milli kynslóða.

Sláturmarkaður SS og Hagkaupa er opinn frá þriðjudögum til föstudaga, frá klukkan 14 til 18. Næst er því hægt að kaupa slátur næstkomandi þriðjudag. Til sölu er ferskt og frosið slátur. Hægt er að fá þrjú slátur í kassa og er í honum mör, blóð, lifur, hjarta, nýru, sviðinn haus, þindar og prótínkeppar. Einnig verður hægt að fá kalónaðar vambir sem sumum finnst ómissandi við sláturgerðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert