Dekrað við Sigga og Loga á Akureyri

Siggi Gunnars og Logi Bergmann á útvarpsstöðinni K100 voru í …
Siggi Gunnars og Logi Bergmann á útvarpsstöðinni K100 voru í góðum gír í útsendingu á veitingastaðnum Verksmiðjunni á Akureyri í gær. mbl.is/Margrét Þóra

„Þetta hefur verið alveg ótrúlega gaman, nýtt og skemmtilegt ævintýri og maður að upplifa bæinn á annan hátt en vant er,“ segja þeir Sigurður Þorri Gunnarsson og Logi Bergmann sem sendu síðdegisþátt sinn á útvarpsstöðinni K100 út frá veitingastaðnum Verksmiðjunni á Akureyri í gær.

Þeir félagar kölluðu sig auðvitað son og tengdason Akureyrar og voru hæstánægðir með þá nafngift.

K100 kynnir um þessar mundir skemmtilega áfangastaði í öllum landshlutum undir yfirskriftinni „Við elskum Ísland“ þar sem útvarpsmenn stöðvarinnar fara í stuttar helgarferðir og kanna hvað er í boði fyrir hlustendur á hverjum stað.

Það væsti ekki um þá félaga á Verksmiðjunni, matur borinn fram í stórum stíl og máttu þeir hafa sig alla við að smakka á herlegheitunum sem þeir vitanlega luku lofsorði á. Hinir og þessir gestir mættu hressir og kátir í útsendinguna og ræddu málefni tengd Akureyri.

Útvarpsmennirnir voru líka sammála um að ferðin í gamla heimabæ Sigurðar hefði lukkast einkar vel og dekrað verið við þá á alla lund, enda standa nú yfir Dekurdagur í þeim ágæta bæ og fólk hvatt til að gera vel við sig af því tilefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert