Eldur á Skemmuvegi

Bruni á verkstæði á Skemmuvegi.
Bruni á verkstæði á Skemmuvegi. Ljósmynd/Friðrik Snær

Fjórir dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á vettvang að Skemmuvegi í Kópavogi eftir að tilkynnt var um eldsvoða á bifreiðaverkstæði. Þykkan svartan reyk leggur frá byggingunni og eru eldtungur sagðar standa út úr gluggum. 

„Þetta er nokkuð stór eldur og það hafa einhverjir gaskútar sprungið,“ segir varðstjóri slökkviliðs.

Varðstjórinn segir einnig að um 25 viðbragðsaðilar séu á vettvangi og tveir sjúkrabílar til viðbótar við dælubíla slökkviliðs. Það sé þó ekki vegna gruns um slys á fólki heldur einungis til varúðar. 

Bruni á verkstæði á Skemmuvegi.
Bruni á verkstæði á Skemmuvegi. mbl.is
Þykkan svartan reyk leggur frá eldinum.
Þykkan svartan reyk leggur frá eldinum. mbl.is
mbl.is
Fyrst lagði svartan reyk frá húsinu, en nú er hann …
Fyrst lagði svartan reyk frá húsinu, en nú er hann hvítur. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert