Heilbrigðisráðherra fellst á tillögu Þórólfs

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra felst á tillögur sóttvarnarlæknis.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra felst á tillögur sóttvarnarlæknis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heil­brigðisráðherra hef­ur fall­ist á til­lögu Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is að mestu leyti, um hert­ar aðgerðir til að sporna við út­breiðslu far­ald­urs­ins. Ný reglu­gerð um hert­ar aðgerðir tek­ur gildi á mánu­dag­inn 5. októ­ber og verður birt á vef stjórn­ar­ráðsins á morg­un.

Stærstu ein­stöku breyt­ing­arn­ar verða 20 manna fjölda­tak­mörk­un, sem er þó háð und­an­tekn­ing­um, og ferns kon­ar stöðum gert að loka: Skemmtistöðum, krám, spila­söl­um og lík­ams­rækt­ar­stöðvum.

Verður 100 manna fjölda­tak­mörk­un í til­tekn­um versl­un­um auk þess sem sund­laug­ar verða áfram opn­ar með þrengri fjölda­tak­mörk­un­um, eða 50% af leyfi­leg­um fjölda sam­kvæmt stafs­leyfi.

Vék frá tveim­ur til­lög­um

Heil­brigðisráðherra féllst ekki á að 20 manna sam­komutak­mark­an­ir yrðu í gildi í út­för­um og verður þar að há­marki 50 manns heim­ilt að koma sam­an. Eins var ekki fall­ist á til­lögu um 20 manna sam­komutak­mark­an­ir í fram­halds- og há­skól­um, þar sem 25 manna fjölda­tak­mark­an­ir munu gilda og er þar miðað við al­genga bekkjar­stærð.

Áfram verður eins metra regl­an í gildi og grímu­skylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjar­lægð. Í aug­lýs­ingu verður gerð sér­stök grein fyr­ir regl­um í íþrótta- og menn­ing­ar­starf­semi en ekki verður gert ráð fyr­ir áhorf­end­um. Starf­semi leik­húsa miðast við 100 manna hólf og grímu­skyldu.

Áhorf­end­ur verða leyfðir í sviðslist­um en ekki í íþrótt­um

Heil­brigðisráðherra ger­ir sér­staka grein fyr­ir regl­um í íþrótta- og menn­ing­ar­starf­semi í aug­lýs­ingu sem birt­ist á morg­un en ljóst er að ekki verður gert ráð fyr­ir áhorf­end­um á því sviði en staf­semi leik­húsa miðast þó við 100 manna sótt­varn­ar­hólf og grímu­skyldu.

Lagði sótt­varna­lækn­ir til að keppnisíþrótt­ir með snert­ingu verði leyfðar og há­marks­fjölda  þátt­tak­enda 50 manns, að upp­fyllt­um skil­yrðum sem fela í sér sótt­varn­ir og kröfu um að áhorf­end­ur verði ekki leyfðir. 

Þá lagði sótt­varna­lækn­ir til að snert­ing­ar milli leik­enda og flytj­enda í sviðslist­um yrðu leyfðar en við viðburði þar sem all­ir sitja verði gerð krafa um núm­eruð sæti og nafn gesta verði skráð. Auk þess verði heim­ilt að 100 manns komi sam­an í sótt­varn­ar­hólfi en skylt verði fyr­ir áhorf­end­ur að bera and­lits­grím­ur.

Vinnustaðir, söfn og aðrir op­in­ber­ir staðir fylgi regl­un­um

Vinnustaðir, versl­an­ir, op­in­ber­ar bygg­ing­ar og þjón­ustuaðilar, að und­an­skild­um mat­vöru­versl­un­um, verður gert að skipu­leggja sína starf­semi í sam­ræmi við 20 manna sam­komutak­mark­an­ir. Einnig verða söfn og aðrir op­in­ber­ir staðir að tryggja að farið sé eft­ir 20 manna fjölda­tak­mörk­un­um og eins metra bili milli ótengdra aðila sé haldið en að öðrum kosti verður skylt að bera and­lits­grím­ur.

Lagði Þórólf­ur og til að mat­vöru­versl­un­um und­ir 1.000 m2 að stærð verði heim­ilt að hleypa 100 ein­stak­ling­um í sama rými á hverj­um tíma. Til viðbót­ar verði leyft að hleypa ein­um viðskipta­vini inn fyr­ir hverja 10 m² um­fram 1.000 m², þó að há­marki 200 viðskipta­vin­um í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert