Neitaði að yfirgefa Skeifuna

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an hafði í nótt af­skipti af manni vegna þjófnaðar í versl­un í Skeif­unni. Maður­inn hafði verið stöðvaður á leið úr versl­un­inni með snyrti­vör­ur að and­virði um tíu þúsund króna sem hann hafði ekki greitt fyr­ir.

Eft­ir að hafa fyllt út skýrslu á vett­vangi vísaði lög­regla mann­in­um úr versl­un­inni en þrátt fyr­ir ít­rekuð til­mæli neitaði hann að yf­ir­gefa hana. Var hann þá hand­tek­inn og færður á lög­reglu­stöð. Þegar þangað var komið reyndu lög­reglu­menn að ræða frek­ar við hann en slepptu hon­um síðar laus­um. Þá neitaði maður­inn að yf­ir­gefa lög­reglu­stöðina, en var að lok­um fylgt út

Frá þessu er greint í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, en alls voru 89 mál skráð í dag­bók­ina í gær og í nótt.

Einn var stöðvaður grunaður um ölv­unar­akst­ur á Reykja­nes­braut. Þá var bif­reið stöðvuð í Breiðholti sem reynd­ist ótryggð og voru skrán­ing­ar­núm­er klippt af henni.

Laust fyr­ir miðnætti stöðvaði lög­regla bíl í miðborg Reykja­vík­ur en ökumaður reynd­ist ekki hafa gilt öku­skír­teini. Farþegi í bíln­um, sem var er­lend­ur, hafði eng­in skil­ríki meðferðis og gat ekki gert grein fyr­ir sér eða hve lengi hann hafði verið á land­inu. Var hann færður á lög­reglu­stöð til að staðfesta hver hann væri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert