Nokkrir gripnir utan sóttkvíar í nótt

Lögreglumenn að störfum.
Lögreglumenn að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stóð í nótt mann að verki í öku­ferð með vin­um sín­um er hann átti að vera í sótt­kví.

Maður­inn var stöðvaður und­ir stýri í Breiðholti um klukk­an hálft­vö í nótt. Hann var ný­kom­inn til lands­ins en með í bíln­um voru tveir aðrir menn, sem ekki voru í sótt­kví. Mönn­un­um, sem all­ir eru er­lend­ir, voru gef­in þau fyr­ir­mæli að halda sig heima þar til niðurstaða er kom­in úr skimun­um. 

Frá þessu er sagt í dag­bók lög­reglu. Þar seg­ir raun­ar að lög­regla hafi haft af­skipti af nokkr­um ein­stak­ling­um, sem áttu að vera í sótt­kví, en ekki er ljóst hvort vísað er til fleiri dæma eða hvort sam­ferðamenn öku­manns­ins hafi líka átt að vera í sótt­kví.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert