Sigmundur segir snúið út úr orðum sínum um intersex-frumvarp

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að snúið hafi verið út úr ræðu sinni, „eins og við var að búast“, sem hann flutti í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á fimmtudaginn. Í ræðu sinni gagnrýndi Sigmundur frumvörp forsætisráðherra um réttindi barna með ódæmigerð kyneinkenni eða intersex, en sam­kvæmt Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­inni eru það ein­stak­ling­ar sem sýna ým­ist bæði ein­kenni karl­kyns og kven­kyns.

Sagði Sigmundur í ræðu sinni að frumvörpin væru „óhugnanlegasta þingmál“ og sagði það fáránlegt að ríkisstjórnin ætli sér að banna foreldrum og heilbrigðisstarfsfólki að „lækna“ in­ter­sex-börn.

Þrjú frumvörp

Í fyrsta frumvarpinu er lagt til að aldursviðmið til að breyta op­in­berri skrán­ingu kyns verður miðað við 15 ára ald­ur í stað 18 ára. Í því næsta er réttur rétt­ur barna sem fæðast með ódæmi­gerð kyn­ein­kenni var­inn gegn ónayðsyn­leg­um skurðaðgerðum, og þannig staðinn vörður um lík­am­lega friðhelgi þeirra, eins og seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráðinu.

Í þriðja lagi er lagt fram frum­varp til laga um breyt­ing­ar á ýms­um lög­um til að tryggja laga­leg rétt­indi fólks með kyn­hlut­lausa skrán­ingu og trans­fólks.

Í ræðunni á fimmtudaginn sagði Sigmundur: „Börn geta fæðst með ýmis kon­ar fæðing­argalla. Stund­um er ekk­ert við því að gera, en sem bet­ur fer gera nú­tíma vís­indi okk­ur kleift að bæta úr mörg­um þeirra. Nú er lagt til að óheim­ilt verði að gera aðgerðir til að lag­færa, lækna, ákveðin líf­færi, eða það sem kallað er ódæmi­gerð kyn­ein­kenni. Það á við um 1,7% barna sam­kvæmt gögn­um ráðuneyt­is­ins.“

Hafa fjölmargir komið fram og gagnrýnt Sigmund fyrir orð sín, meðal annars formaður Samtakanna 78 og nú síðast Bubbi Morthens.

Aldrei samþykkja bann við að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu

Sigmundur segir í Facebook-færslu sinni að það hljóti allir að fallast á að fólk eigi að fá að lifa lífi sínu eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar.“

Vísar Sigmundur til eins frumvarpsins þar sem segir: „Lagt er til að varanlegar breytingar á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára án samþykkis [m.a. samþykkis nýfædds barns] verði einungis heimilar af heilsufarslegum ástæðum og einungis að undangenginni vandaðri málsmeðferð og ítarlegu mati á nauðsyn breytinganna og afleiðingum þeirra. Útlitslegar, félagslegar og sálfélagslegar ástæður teljast ekki til heilsufarslegra ástæðna.”

„Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald“

Segir Sigmundur að samkvæmt þessu megi foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem sé barninu fyrir bestu og að þverfaglegt teymi eigi að ráða, en hafi þó ekki heimild sem leyfi aðgerðir, ef þær snúa að útlitslegum, félagslegum og sálfræðilegum aðstæðum.

„Frumvarpið er í andstöðu við nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga. Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald,“ segir Sigmundur að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert