Spá 12% atvinnuleysi um áramótin

Um áramót er búist við að um 25 þúsund manns …
Um áramót er búist við að um 25 þúsund manns verði án atvinnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinnumálastofnun hefur nú hækkað spá sína um þróun atvinnuleysis, það geti orðið 11-12% um næstu áramót, að því er fram kom í máli Unnar Sverrisdóttur, forstjóra VMST, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær. Um áramót verði um 25 þúsund manns án atvinnu.

„Fjárhagsaðstoð er fylgifiskur atvinnuleysis. Við munum sjá verulegan útgjaldavöxt til fjárhagsaðstoðar á næstu árum,“ sagði Sigurður Á Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnunni.

Könnun á útgjöldum tíu stærstu sveitarfélaganna sýnir að fjárhagsaðstoð er að hækka um 30% í ár og um 60% á því næsta. Alls fóru 3,2 milljarðar í fjárhagsaðstoð þessara tíu sveitarfélaga í fyrra. Áætlað er að hún verði um 6,7 milljarðar á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert