Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri Bjargs, líkamsræktarstöðvar á Akureyri, kallar eftir því að reglur um lokanir verði í samræmi við alvarleika faraldursins í hverjum landshluta auk þess sem litið sé til viðkvæmra hópa sem reiða sig á líkamsrækt, þegar aðgerðir eru hertar.
Tryggvi Kristjánsson deildi færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann lýsir furðu á yfirvofandi lokun líkamsræktarstöðva sem stjórnvöld hafa boðað.
„Það hefur varla farið fram hjá neinum að smitum hefur fjölgað til muna síðustu tvær vikur, á höfuðborgarsvæðinu! Smit á norðurlandi vestra- eystra og austurlandi hafa varla mælst. En samt á að loka líkamsræktarstöðvum á öllu landinu [...],“ skrifar Tryggvi.
Í samtali við mbl.is segir Tryggvi stjórnvöld mættu líta á líkamsrækt sem eina af grunnstoðum samfélagsins, þar sem miklu hafi verið varið í að vernda grunnstoðirnar, t.d. með því að hafa landamæri áfram opin.
„Það að loka líkamsræktarstöðvum er mikil skerðing á daglegri rútínu margra og má jafnvel segja grunnþjónustu. Það er einmitt á svona erfiðum tímum sem hlutverk líkamsræktarstöðva verður enn stærra og mikilvægara,“ skrifar Tryggvi.
Námskeið líkamsræktarstöðvarinnar fyrir eldri borgara hafa verið vel sótt að sögn Tryggva, og bætir hann við að sérkennilegt sé að loka þurfi á þann hóp sem nýtir sér námskeiðin fyrir norðan, enda séu þau stór þáttur í félagslífi og heilsueflingu eldri borgara.
„Það eru erfiðir tímar og við þekkjum að þegar sólin er lægri á lofti, þó þú haldir eins eða tveggja metra fjarlægð frá fólki með sprittbrúsann á lofti, þá er bara það að umgangast fólk og sjá ný andlit sem skiptir svo miklu máli,“ segir hann að lokum.
Ég er svo reiður, svo ótrúlega reiður og sár. Nú stefnir í að líkamsræktarstöðvum um allt land verði lokað eftir helgi...
Posted by Tryggvi Kristjánsson on Saturday, 3 October 2020
Tryggi er ekki sá eini sem hefur gert mismunandi stöðu landshlutana að umtalsefni. Þannig vakti Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur kjördæmi athygli á að munurinn á milli Austurlands og Norðurlands-eystra annars vegar og höfuðborgarsvæðisins hins vegar væri allt að 23 faldur þegar horft væri til smita á hverja 100.000 íbúa.
Miðað við nýjustu tölur er 23 líklegra að einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu sé í einangrun vegna COVID19 en...
Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Saturday, October 3, 2020