Andlegt heilbrigði víki fyrir sóttvörnum

Framkvæmdastjóri Bjargs segir aðgerðirnar koma sér illa fyrir viðkvæma hópa.
Framkvæmdastjóri Bjargs segir aðgerðirnar koma sér illa fyrir viðkvæma hópa. Ljósmynd/Aðsend

Fram­kvæmda­stjóri Bjargs, lík­ams­rækt­ar­stöðvar á Ak­ur­eyri, kall­ar eft­ir því að regl­ur um lok­an­ir verði í sam­ræmi við al­var­leika far­ald­urs­ins í hverj­um lands­hluta auk þess sem litið sé til viðkvæmra hópa sem reiða sig á lík­ams­rækt, þegar aðgerðir eru hert­ar.

Tryggvi Kristjáns­son deildi færslu á Face­book-síðu sinni þar sem hann lýs­ir furðu á yf­ir­vof­andi lok­un lík­ams­rækt­ar­stöðva sem stjórn­völd hafa boðað. 

Tryggvi Kristjánsson, framkvæmdastjóri Bjargs.
Tryggvi Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Bjargs. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það hef­ur varla farið fram hjá nein­um að smit­um hef­ur fjölgað til muna síðustu tvær vik­ur, á höfuðborg­ar­svæðinu! Smit á norður­landi vestra- eystra og aust­ur­landi hafa varla mælst. En samt á að loka lík­ams­rækt­ar­stöðvum á öllu land­inu [...],“ skrif­ar Tryggvi.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Tryggvi stjórn­völd mættu líta á lík­ams­rækt sem eina af grunnstoðum sam­fé­lags­ins, þar sem miklu hafi verið varið í að vernda grunnstoðirn­ar, t.d. með því að hafa landa­mæri áfram opin.

„Það að loka lík­ams­rækt­ar­stöðvum er mik­il skerðing á dag­legri rútínu margra og má jafn­vel segja grunnþjón­ustu. Það er ein­mitt á svona erfiðum tím­um sem hlut­verk lík­ams­rækt­ar­stöðva verður enn stærra og mik­il­væg­ara,“ skrif­ar Tryggvi.

Nám­skeið lík­ams­rækt­ar­stöðvar­inn­ar fyr­ir eldri borg­ara hafa verið vel sótt að sögn Tryggva, og bæt­ir hann við að sér­kenni­legt sé að loka þurfi á þann hóp sem nýt­ir sér nám­skeiðin fyr­ir norðan, enda séu þau stór þátt­ur í fé­lags­lífi og heilsu­efl­ingu eldri borg­ara.

„Það eru erfiðir tím­ar og við þekkj­um að þegar sól­in er lægri á lofti, þó þú hald­ir eins eða tveggja metra fjar­lægð frá fólki með spritt­brús­ann á lofti, þá er bara það að um­gang­ast fólk og sjá ný and­lit sem skipt­ir svo miklu máli,“ seg­ir hann að lok­um.

Tryggi er ekki sá eini sem hef­ur gert mis­mun­andi stöðu lands­hlut­ana að um­tals­efni. Þannig vakti Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur kjör­dæmi at­hygli á að mun­ur­inn á milli Aust­ur­lands og Norður­lands-eystra ann­ars veg­ar og höfuðborg­ar­svæðis­ins hins veg­ar væri allt að 23 fald­ur þegar horft væri til smita á hverja 100.000 íbúa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert