350 fá að fara ofan í Laugardalslaug

Laugardalslaug mun ennþá hleypa 350 gestum ofan í laugar sínar …
Laugardalslaug mun ennþá hleypa 350 gestum ofan í laugar sínar í einu þrátt fyrir að 20 manna samkomutakmörkun taki gildi á morgun. Það er þó í samræmi við reglur sóttvarnayfirvalda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyr­ir að 20 manna sam­komutak­mörk­un taki gildi á miðnætti í kvöld mega 350 manns ennþá koma sam­an ofan í Laug­ar­dals­laug í Reykja­vík. Það er í sam­ræmi við þær regl­ur sem sótt­varna­lækn­ir lagði til og voru samþykkt­ar af heil­brigðisráðherra að sögn Steinþórs Ein­ars­son­ar, for­stöðumanns íþrótta- og tóm­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hann seg­ir að tak­mark­an­irn­ar sem taka gildi á miðnætti kveði á um að 50% þess fjölda sem laug­ar borg­ar­inn­ar taki við í eðli­legu ár­ferði verði hleypt ofan í.

„Þetta miðast bara við 50% af því há­marki sem ann­ars má fara ofan í,“ seg­ir Steinþór í sam­tali við mbl.is. „Við för­um í raun­inni bara eft­ir skápa­fjölda og Laug­ar­dals­laug­in er nátt­úr­lega lang­stærst og þess vegna mega lang­flest­ir fara þar ofan í í einu,“ bæt­ir hann við.

Regl­urn­ar gilda fyr­ir all­ar aðrar laug­ar lands­ins og seg­ir Stefán að laug­ar Reykja­vík­ur hafi und­an­farið miðað við að hleypa aðeins ofan í laug­ina því sem nem­ur 75% af leyfi sund­laug­anna. Frá og með morg­un­deg­in­um verður það svo aðeins 50% eins og áður seg­ir.

Þannig verður aðeins 115 hleypt ofan í í einu í Vest­ur­bæj­ar­laug, 192 í Breiðholts­laug og 120 í Árbæj­ar­laug og Sund­höll Reykja­vík­ur svo dæmi séu tek­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert