47 smit innanlands í gær

Samtals greindust 47 með kórónuveiruna í gær.
Samtals greindust 47 með kórónuveiruna í gær. Ljósmynd/Landspítali

Í gær greind­ust 47 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands, en flest þeirra, eða 46 tals­ins, komu fram við ein­kenna­sýna­töku hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og Land­spít­al­an­um. Eitt smit greind­ist í sótt­kví­ar- og handa­hófs­skimun­um.

Aðeins 23% þeirra sem greind­ust voru í sótt­kví, eða 11 manns. 36 voru hins veg­ar utan sótt­kví­ar. Sam­tals voru tek­in 1.695 sýni í gær.

Ný­gengi smita á hverja 100 þúsund íbúa mæl­ist nú 148,4 eft­ir að hafa verið 145,9 í gær en 149,7 á föstu­dag­inn. Eru þetta hæstu gildi frá því í vor.

Sam­tals eru nú 2.5545 í sótt­kví og 634 í ein­angr­un. Átta eru á sjúkra­húsi og þar af þrír á gjör­gæslu. Á sama tíma í gær voru ell­efu á sjúkra­húsi og þrír á gjör­gæslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert