Allt miðstig í Norðlingaskóla í sóttkví

Norðlingaskóli.
Norðlingaskóli. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

All­ir 200 nem­end­ur á miðstigi í Norðlinga­skóla, auk 21 kenn­ara, hafa verið send­ir í sótt­kví eft­ir að nem­andi á miðstig­inu greind­ist með kór­ónu­veiruna. Þetta staðfest­ir Aðal­björg Inga­dótt­ir skóla­stjóri í sam­tali við mbl.is.

Um er að ræða fimmta til sjö­unda bekk, en miðstigið er í sér­hús­næði og því var ákveðið að senda alla þá nem­end­ur í sótt­kví sem þar höfðu verið.

Aðal­björg seg­ir að horft sé til þess að dag­arn­ir 30. og 31. sept­em­ber séu und­ir­liggj­andi og því er miðað við að nem­end­urn­ir verði skimaðir næsta fimmtu­dag. Þá mun koma í ljós hvert fram­haldið verður.

Til­kynn­ing um smitið barst skóla­stjórn­end­um í gær­morg­un að sögn Aðal­bjarg­ar, en ákvörðun um aðgerðir var tek­in í sam­ráði við smitrakn­ing­ar­t­eymið.

Sam­tals eru um 600 nem­end­ur í Norðlinga­skóla, en yngri og eldri bekk­irn­ir eru í aðal­bygg­ingu skól­ans og þurfa ekki að fara í sótt­kví.

Þetta er ekki eina til­fellið um helg­ina þar sem greint hef­ur verið frá því að fjöldi barna þurfi að fara í sótt­kví, en 600 börn í Sunnu­lækj­ar­skóla eru kom­in í sótt­kví. Þá greind­ist starfsmaður við Helga­fells­skóla í Mos­fells­bæ með smit og þurfa öll börn í skól­an­um að fara í sótt­kví.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert