Grímuskylda í Strætó tekur gildi á morgun

Nú verður skylt að nota grímu í Strætó.
Nú verður skylt að nota grímu í Strætó. mbl.is/Árni Sæberg

Á morgun verður innleidd grímuskylda fyrir alla farþega og vagnstjóra hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem grímuskylda verður áfram í gildi hjá Strætó á landsbyggðinni vegna útbreiðslu faraldursins. Strætisvagnar á landinu öllu eru undanskildir reglunni um 20 manna fjöldatakmörkun.

Skylt er að grímurnar hylji nef og munn og er bent á leiðbeiningar landlæknis um andlitsgrímur á vef embættisins. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin grímunotkun.

Kemur fram í fréttatilkynningu frá Strætó að viðskiptavinir séu ábyrgir fyrir því að útvega sér eigin andlitsgrímur og bera þær ef þeir nota almenningssamgöngur en samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra verður viðskiptavinum sem ekki bera andlitsgrímur óheimilt að nota Strætó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert