ÍE rannsakar eftirköst COVID-19

Frá höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar sem sér um rannsóknina.
Frá höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar sem sér um rannsóknina. mbl.is/Kristinn

Íslensk erfðagrein­ing (ÍE) er far­in af stað með rann­sókn á eftir­köst­um COVID-19 sjúk­dóms­ins og stefn­ir ÍE á að boða alla sem fengu staðfest smit kór­ónu­veiru í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins hér­lend­is í rann­sókn. Fyrstu niðurstaðna má vænta fljót­lega.

Hilma Hólm, yf­ir­maður hjarta- og æðarann­sókna hjá Íslenskri erfðagrein­ingu, stýr­ir rann­sókn­inni. Hún seg­ir mik­il­vægt að kort­leggja vand­ann og grípa þá sem glíma við eftir­köst sjúk­dóms­ins en eins og áður hef­ur komið fram glím­ir fjöldi fólks við eftir­köst og eru biðlist­ar á Reykjalundi eft­ir end­ur­hæf­ingu vegna eftir­kasta. 

Rann­sókn­in er hluti af Heils­u­rann­sókn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar sem hef­ur verið í gangi í nokk­ur ár. 

„Við bjóðum þeim ein­stak­ling­um sem greind­ust með COVID-19 í fyrstu bylgj­unni, í mars og apríl, í Heils­u­rann­sókn­ina sem er þó aðlöguð að breyttu verk­efni. Til­gang­ur­inn er að meta bæði hvaða ein­kenni fólk er helst að kljást við á þess­um tíma og líka gera mæl­ing­ar á ým­issi lík­ams­starf­semi. Það er því ann­ars veg­ar um að ræða mat fólks­ins á sinni líðan og líka bein­ar mæl­ing­ar, t.d. önd­un­ar­próf, hjartalínu­rit, áreynslu­próf og augn­botna­mynd­ir. Svo met­um við líka lykt og bragð,“ seg­ir Hilma í sam­tali við mbl.is. 

Allt að 18 rann­sakaðir dag­lega

250 hafa nú þegar verið boðaðir í rann­sókn­ina og seg­ir Hilma að viðbrögðin hafi verið góð til þessa. Þeim sem greind­ust verður boðið í áföng­um enda um um­fangs­mikla rann­sókn að ræða. Hún tek­ur um fjór­ar klukku­stund­ir fyr­ir hvern og einn og mun ÍE geta tekið við allt að 18 manns í rann­sókn­ina dag­lega. 

Spurð hvers vegna mik­il­vægt sé að rann­saka eftir­köst COVID-19 seg­ir Hilma: 

„Í fyrsta lagi vegna þess að þetta er nýr sjúk­dóm­ur og það veit eng­inn hverj­ar lang­tíma af­leiðing­arn­ar kunna að vera. Í öðru lagi vegna þess að þetta er svo al­geng­ur sjúk­dóm­ur. Til þess að geta brugðist fyrr við mögu­leg­um af­leiðing­um hjá svona mörg­um er gríðarlega mik­il­vægt að kort­leggja vand­ann. Því fyrr sem við ger­um það því fyrr get­um við gripið inn í mögu­leg lang­tíma sjúk­dóms­ferli.“

Fyrstu niðurstaðna úr rann­sókn­inni má vænta þegar 100 ein­stak­ling­ar hafa verið rann­sakaðir, en það verður vænt­an­lega á næstu vik­um. 

RÚV greindi fyrst frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert