Starfsmaður Barnaspítala Hringsins smitaður

Smit hjá starfs­manni Barna­spítala Hrings­ins upp­götvaðist um helg­ina. Í kjöl­farið fór af stað um­fangs­mik­il skimun á meðal starfs­fólks, barna og fjöl­skyldna þeirra. Þetta staðfest­ir Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. 

Niðurstaðna úr skimun­um er að vænta í kvöld. Anna Sigrún ger­ir ekki ráð fyr­ir því að smitið hafi um­tals­verð áhrif á starf­semi Barna­spítala Hrings­ins nema fleiri reyn­ist smitaðir. 

Vís­ir greindi fyrst frá. Fimmtán eru nú inniligg­andi á Land­spít­ala vegna Covid-19, þar af þrír á gjör­gæslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert