Smit hjá starfsmanni Barnaspítala Hringsins uppgötvaðist um helgina. Í kjölfarið fór af stað umfangsmikil skimun á meðal starfsfólks, barna og fjölskyldna þeirra. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir í samtali við mbl.is.
Niðurstaðna úr skimunum er að vænta í kvöld. Anna Sigrún gerir ekki ráð fyrir því að smitið hafi umtalsverð áhrif á starfsemi Barnaspítala Hringsins nema fleiri reynist smitaðir.
Vísir greindi fyrst frá. Fimmtán eru nú inniliggandi á Landspítala vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu.