Tveir staðir uppfylltu ekki sóttvarnareglur

Lögreglan sinnti eftirliti með sóttvörnum á skemmtistöðum í nótt.
Lögreglan sinnti eftirliti með sóttvörnum á skemmtistöðum í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu heim­sótti skemmti- og sam­komu­staði í gær­kvöldi og nótt og var með eft­ir­lit með sótt­vörn­um. Tveir staðir þóttu ekki upp­fylla regl­urn­ar. Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar.

Ann­ars veg­ar var um að ræða veit­ingastað í miðbæn­um, en þar voru allt of marg­ir gest­ir og starfs­menn ekki með grímu. Hins veg­ar var um að ræða sal í út­leigu, en þar voru einnig of marg­ir gest­ir og öðrum sótt­vörn­um ekki fram­fylgt.

Sam­tals voru 97 mál skráð í dag­bók lög­reglu frá klukk­an fimm síðdeg­is í gær til klukk­an fimm í morg­un, en flest þeirra voru nokkuð hefðbund­in. Þó var tals­vert um hávaðakvart­an­ir í heima­hús­um fram eft­ir allri nóttu eins og síðustu helg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert