15 á sjúkrahúsi og 59 ný smit innanlands

Alls eru fimmtán á sjúkrahúsi með kórónuveiruna og 59 ný smit voru greind innanlands í gær. þar af 55 hjá þeim sem höfðu farið í sýna­töku vegna ein­kenna. 58% þeirra voru í sóttkví. Þetta kem­ur fram á covid.is. 

Af þeim 15 sem eru á sjúkra­húsi eru þrír á gjör­gæslu. 670 eru í ein­angr­un og 2.391 er í sótt­kví og 1.881 í skimunarsóttkví. 6 virk smit greindust við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu úr mótefnamælinu hjá fimm. 1 smit með mótefni greindist á landamærunum. 

Nýgengi innanlandssmita er nú 156,3 á 100.000 íbúa síðustu tvær vikurnar og 7,1 við landamæraskimun.
Alls voru tekin 1.088 sýni innanlands í gær. 912 einstaklingar fóru í landamæraskimun 1 og 2 í gær. 
Flest­ir eru í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu eða 563. Næst­flest­ir á Suðurlandi eða 40. Að vísu segir á covid.is að þar séu 36 í einangrun en samkvæmt upplýsingum frá HSu eru þeir 40.

Hertar reglur tóku gildi á miðnætti og er meginreglan sú að 20 manns mega koma saman.

Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 20 manns. Líkamsræktarstöðvum verður lokað og einnig krám, skemmti- og spilastöðum. Gestir á sundstöðum mega að hámarki vera 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Fjarlægðarmörk verða áfram einn metri og við aðstæður þar sem slíkt er ekki mögulegt er skylt að nota andlitsgrímur.

46 börn 12 ára og yngri eru í einangrun með COVID-19. Alls eru átta börn yngri en eins árs í einangrun með COVID-19, átta börn á aldrinum 1-5 ára og 30 börn á aldrinum 6-12 ára. 197 ungmenni á aldrinum 13-17 ára eru í einangrun og 197 á aldrinum 18-29 ára. Á aldrinum 30-49 eru 236 í einangrun og 75 á sexugsaldri. 56 eru í einangrun á sjötugsaldri og 21 á áttræðisaldri. Sex eru í einangrun á aldrinum 80-89 ára og þrír 90 ára og eldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert