Síðustu þrjá sólarhringa hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnt yfir 300 sjúkraflutningum. Þar af eru 64 forgangsflutningar og 56 COVID-19-flutningar. Gríðarlegt álag hefur verið á starfsfólk slökkviliðsins undanfarna daga því einnig hafa verið mörg útköll á dælubíla, þar á meðal vegna stórbruna á bílaverkstæði á Skemmuvegi í Kópavogi á laugardag.
Á miðvikudag sinnti dagvaktin 106 sjúkraflutningum sem sennilega er nýtt met hvað varðar fjölda flutninga að sögn varðstjóra.
Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var slökkviliðið kallað út í nótt vegna þess að öryggiskerfið fór í gang í Viðey og því þurfti að ræsa áhöfn Viðeyjarferjunnar út til að flytja slökkviliðsmenn út í eyjuna. Allt reyndist með kyrrum kjörum í eyjunni.
Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld á áramótabrennusvæði í Elliðaárdal. Fólk á vettvangi slökkti eldinn með eigin slökkvitækjum eftir að lögregla kom á vettvang að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í Hafnarfirðinum í gærkvöldi vegna vatnsleka úr íbúð á efri hæð húss en íbúi þeirrar íbúðar var ekki heima. Lögreglu tókst að hafa uppi á eiganda íbúðarinnar svo íbúar hússins gátu gert viðeigandi ráðstafanir.
Góðan dag. Það voru 73 sjúkraflutningar síðasta sólarhring, þar af 18 á forgangi og 16 Covid19 flutningar. Það voru þrjú útköll á dælubíla. Mynd dagsins er af Covid flutningateymi. Farið varlega SHS
Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Sunnudagur, 4. október 2020
Góðan dag. Aftur var nóg að gera á slökkvistöðinni. Síðasta sólahring var farið í 111 sjúkraflutninga og þar af voru 25...
Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Laugardagur, 3. október 2020
Góðan dag. Það hefur enn og aftur verið í nógu að snúast hjá okkur. Við fórum í 117 útköll á sjúkrabílunum sl....
Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Föstudagur, 2. október 2020