Allir þrír í öndunarvél

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Allir þrír sem eru á gjörgæslu vegna Covid-19 eru í öndunarvél. Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Í morgun greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir frá því á upplýsingafundi að þrír væru á gjörgæslu en tveir í öndunarvél.

Á Landspítalanum eru 15 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid-19. Samtals hafa 22 verið lagðir inn frá upphafi þriðju bylgju veirunnar.

Á annað hundrað starfsmanna skimaðir

Á annað hundrað starfsmanna Landspítalans við Hringbraut voru skimaðir í gær vegna smits sem kom upp hjá starfsmanni á Barnaspítala Hringsins.

Enginn reyndist jákvæður en nokkrir verða áfram í sóttkví vegna þess. Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á starfsemi spítalans vegna þess, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert