Ísland fær lokaviðvörun

Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra. Kristinn Magnússon

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur sent Íslandi lokaviðvör­un í samn­ings­brota­máli, sem stofn­un­in hef­ur haft til meðferðar und­an­far­in átta ár.

ESA tel­ur að Ísland hafi ekki upp­fyllt skuld­bind­ing­ar um fram­kvæmd samn­ings­ins og vill að Evr­ópu­lög­gjöf, sem hér hef­ur verið inn­leidd, gangi fram­ar lands­lög­um í ís­lensku réttar­fari. Stjórn ESA mun ákveða síðar hvort mál­inu verði vísað til EFTA-dóm­stóls­ins.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag, að enn sé nokk­ur tími til stefnu, til þess að kynna sjón­ar­mið Íslands fyr­ir ESA. „Ég legg hins veg­ar áherslu á það, eins og við höf­um gert í sam­skipt­um við ESA, að fram­kvæmd EES-samn­ings­ins er síst lak­ari hér en í hinum aðild­ar­ríkj­un­um.“ Sig­ríður Á. And­er­sen, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, tel­ur skýrt að ís­lensk lög gangi fram­ar er­lend­um lög­um í ís­lensk­um rétti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert