Ný brú á Jökulsá verður 163 metrar

Sólheimasandur. Nýja brúin verður væntanlega tilbúin í nóvember 2021.
Sólheimasandur. Nýja brúin verður væntanlega tilbúin í nóvember 2021. Tölvumynd/Verkís

Verkfræðistofan Verkís hefur birt tölvumynd af nýrri brú sem smíðuð verður yfir Jökulsá á Sólheimasandi.

Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu á fimmtudaginn hefur Vegagerðin óskað eftir tilboðum í smíði brúarinnar og verða tilboð opnuð þriðjudaginn 27. október nk.

Samkvæmt útboðslýsingu verður heildarlengd vegkafla á hringvegi um einn kílómetri. Nýja brúin, sem Verkís hannar, verður eftirspennt bitabrú í fimm höfum, alls 163 metrar. Hún verður reist á sama stað og sú gamla, sem verður rifin. Bráðabirgðabrú verður gerð sem vinnuflokkur Vegagerðarinnar smíðar.

Gamla brúin á Jökulsá austan Skóga er eina einbreiða brúin á leiðinni frá Reykjavík og austur að Kirkjubæjarklaustri. Hún var byggð árið 1967. Við brúna hafa oft myndast langar bílaraðir þegar umferð er mest á sumrin. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert