Ráðuneytið sendi bréf með athugasemdum

Kínverska sendiráðið.
Kínverska sendiráðið. mbl.is/Golli

Ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur sent bréf til sendi­herra Kína á Íslandi þar sem komið er á fram­færi at­huga­semd­um við ra­f­ræna vökt­un á veg­um sendi­ráðs Kína í Bríet­ar­túni í Reykja­vík.

Þetta staðfest­ir Sveinn Guðmars­son, upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Bréfið var sent til sendi­ráðsins á föstu­dag­inn og svar hef­ur ekki borist.

Í bréfi Per­sónu­vernd­ar til ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, dag­sett 9. sept­em­ber, kem­ur fram að mat stofn­un­ar­inn­ar sé að hún geti ekki aðhafst frek­ar í mál­inu. Því var at­hygli ráðuneyt­is­ins vak­in á því. 

Í ábend­ingu sem barst Per­sónu­vernd kom fram að mynda­vél­ar á veg­um sendi­ráðsins vöktuðu svæði sem færi veru­lega út fyr­ir lóðamörk sendi­ráðsins og næðu þannig yfir óþarf­lega víðtækt svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert