Tugmilljóna tap í hverri viku

00:00
00:00

„Hver vika hérna kost­ar tugi millj­óna,“ seg­ir Þröst­ur Jón Sig­fús­son, eig­andi Sport­húss­ins sem hef­ur verið gert að loka í tvær vik­ur. Í heild­ina eru viðskipta­vin­ir stöðvanna um 12 þúsund. Í níu vikna lok­un fyrr á ár­inu bauðst hon­um styrk­ur upp á 3,6 millj­ón­ir frá stjórn­völd­um auk hluta­bóta­leiðar. 

Þegar frétt­ir bár­ust af fyr­ir­huguðum lok­un­um seg­ir hann að um 150 starfs­menn hafi haft sam­band við sig enda fyr­ir­var­inn skamm­ur. Hann gat fá svör gefið enda litl­ar upp­lýs­ing­ar að fá frá stjórn­völd­um.

Þrátt fyr­ir þessa erfiðu stöðu sem eng­inn er ánægður með seg­ist hann þó hafa trú á að líf fær­ist í eðli­legt horf á ein­hverj­um tíma­punkti.

Í mynd­skeiðinu er rætt við hann um framtíðar­horf­ur í rekstr­in­um sem eru afar óljós­ar.

8 smitaðir í stöðvarn­ar en eng­in smit

Líkt og ann­ars staðar hef­ur mikið verið lagt upp úr sótt­vörn­um í stöðvum Sport­húss­ins und­an­farna mánuði. Til marks um það nefn­ir Þröst­ur að átta sinn­um hafi ferðir smitaðra ein­stak­linga verið rakt­ar inn á þær. Í þeim til­fell­um hef­ur mikið sam­ráð verið haft við smitrakn­ing­ar­t­eymið og ekk­ert smit var rakið til þess­ara til­fella. „Við erum með eitt­hvað um tólf þúsund viðskipta­vini og það að það hafi ekki orðið eitt ein­asta smit hér inn­an­húss hjá okk­ur svo ég viti finnst mér býsna góður mæli­kv­arði á það,“ seg­ir Þröst­ur Jón. 

Reglu­gerðin um lok­an­irn­ar er lít­il­lega opn­ari nú en fyrr á ár­inu og því ger­ir Þröst­ur ráð fyr­ir að ut­an­húsæfing­ar í grein­um á borð við cross­fit geti farið fram við stöðina auk þess sem knatt­spyrnu­sal­ir stöðvar­inn­ar verða opn­ir en enn er verið að skipu­leggja næstu daga í starf­sem­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert