Römmuð sýn, listaverk Jóns Grétars Ólafssonar arkitekts sem bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni um listaverk í nágrenni við jarðvarmastöðina að Þeistareykjum, er nú fullgerð og uppsett.
Verkið verður vígt við hátíðlega athöfn þegar veðurfar og sóttvarnareglur leyfa fjöldasamkomur á ný, að því er fram kemur á vef Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hefur jafnan látið vinna listaverk í tengslum við byggingu helstu mannvirkja sinna og efndi því til fyrrnefndrar samkeppni, sem Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hafði umsjón með, segir í Morgunblaðinu í dag.