Á annað hundrað starfsmanna skimaðir vegna smits

Landspítali við Hringbraut.
Landspítali við Hringbraut. mbl.is/Ómar

Á annað hundrað starfsmanna við Landspítalann við Hringbraut voru skimaðir í fyrradag vegna smits sem upp kom hjá starfsmanni á Barnaspítala Hringsins. Enginn reyndist jákvæður en nokkrir verða áfram í sóttkví vegna þessa. Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á starfsemi spítalans vegna þessa.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Þar er minnt á grímuskyldu hjá öllum sem eigi erindi á spítalann, starfsmönnum jafnt sem gestum. Börn fædd árið 2005 og síðar séu þó undanþegin þeirri reglu.

Á Landspítala lágu í gær inni fimmtán sjúklingar vegna kórónuveirusmits, en samtals hafa 22 verið lagðir inn frá upphafi þriðju bylgju. Þar af þrír á gjörgæslu og allir í öndunarvél.

Samtals voru í gær 677 sjúklingar í eftirliti Covid-19-göngudeildar. 58 starfsmenn voru í sóttkví A og 40 starfsmenn í einangrun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka