Höfðar mál vegna herferðar

Gervihátalari. Öskrin vöktu mikla athygli á Íslandi sem áfangastað.
Gervihátalari. Öskrin vöktu mikla athygli á Íslandi sem áfangastað. Ljósmynd/InspiredByIceland

Ein af þeim íslensku auglýsingastofum sem kepptu um að fá að gera kynningarherferðina „Ísland saman í sókn“, en fékk ekki, er nú með lögsókn í undirbúningi vegna málsins. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Alþjóðlega auglýsingastofan M&C Saatchi fékk í vor hæstu einkunn valnefndar fyrir verkefnið, og hleypti stofan ásamt íslenska samstarfsaðilanum Peel af stað hinni svokölluðu öskurherferð nú í sumar.

Viðskipti með bréf M&C Saatchi hafa nú verið stöðvuð í Kauphöllinni í London þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri Peel segir að stöðvunin hafi engin áhrif á samstarfið við M&C Saatchi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert