Hressingarhælið fær hlutverk

Kópavogshælið var bjargað frá eyðileggingu.
Kópavogshælið var bjargað frá eyðileggingu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hressingarhælið á Kópavogstúni fær nýtt hlutverk á næstunni. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið samhljóða að það verði lýðheilsu- og geðræktarhús þar sem lögð verði áhersla á fræðslu og færniþjálfun til andlegrar vellíðunar, eins og það var orðað í tillögu í bæjarráði. Framkvæmdum við hús og lóð er að ljúka.

Hressingarhælið er sögufrægt hús, teiknað af Guðjóni Samúelssyni húsameistara og hefur tengst heilbrigðismálum frá upphafi.

Konur í kvenfélaginu Hringnum reistu húsið og tóku í notkun á árinu 1926 sem hressingarhæli fyrir berklasjúklinga. Gátu þeir dvalið þar að lokinni sjúkrahúsdvöl þangað til fullum bata var náð. Hringskonur gáfu ríkinu húsið um 1940. Þá var berklasjúklingum að fækka og í staðinn komu holdsveikisjúklingar af Laugarnesspítala til dvalar og húsið nefnt Holdsveikraspítalinn í Kópavogi. Húsið varð síðar hluti af Kópavogshælinu þegar ríkið byggði upp aðstöðu fyrir þroskahefta í nágrenni hússins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert