Hvað varð um blýantinn?

Björn Leví Gunnarsson í pontu í gærkvöldi. Ekki er að …
Björn Leví Gunnarsson í pontu í gærkvöldi. Ekki er að sjá að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaforseti þingsins, hafi tekið eftir hinni stórgóðu brellu. Skjáskot af vef Alþingis

Það eru ekki bara átök og harðvítugar deilur sem eiga sér stað í sölum Alþingis, iðulega slá menn á létta strengi, sýna skemmtilega takta eða eiga það jafnvel til að láta blýanta „hverfa“.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sýndi til dæmis áhugaverða leið til að geyma skriffæri í fjárlagaumræðunum í gærkvöldi. 

Kannski var þetta óbein vísun í stefnuræðu forsætisráðherra sem sagði: „Nú eru kosn­ing­ar fram und­an á næsta ári og lesa má kunn­ug­lega spá­dóma um að allt muni nú leys­ast upp í karp um keis­ar­ans skegg.“

Hvað sem því líður, þá er sjón sögu ríkari. Og svo er alltaf gott að fylgjast með umræðum um fjárlög á Alþingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert