Það eru ekki bara átök og harðvítugar deilur sem eiga sér stað í sölum Alþingis, iðulega slá menn á létta strengi, sýna skemmtilega takta eða eiga það jafnvel til að láta blýanta „hverfa“.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sýndi til dæmis áhugaverða leið til að geyma skriffæri í fjárlagaumræðunum í gærkvöldi.
Kannski var þetta óbein vísun í stefnuræðu forsætisráðherra sem sagði: „Nú eru kosningar fram undan á næsta ári og lesa má kunnuglega spádóma um að allt muni nú leysast upp í karp um keisarans skegg.“
Hvað sem því líður, þá er sjón sögu ríkari. Og svo er alltaf gott að fylgjast með umræðum um fjárlög á Alþingi.