Magnað starf í skólum landsins

Krakkar í Dalskóla, nýjasta skóla borg- Gerður Kristný arinnar, þar …
Krakkar í Dalskóla, nýjasta skóla borg- Gerður Kristný arinnar, þar sem börn nema í hverfi sem er í mótun og uppbyggingu.

„Íslensku menntaverðlaunin eru veitt til að benda á það metnaðarfulla og frjóa starf sem fram fer í skólum og frístundamiðstöðvum með börnum og unglingum. Það er nauðsynlegt að halda á lofti því sem vel er gert,“ segir Gerður Kristný, formaður nefndar um Íslensku menntaverðlaunin.

Eftir nokkurra ára hlé verða þessi verðlaun, sem eru í þremur flokkum, nú veitt aftur og það gerir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands 13. nóvember næstkomandi.

Aðalflokkar Íslensku menntaverðlaunanna eru þrír. Fyrst ber að nefna Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur en þau verðlaun koma í hlut stofnunar þar sem unnið hefur verið vandað og gott starf. Framúrskarandi kennari er annar flokkur og sá þriðji ber heitið Framúrskarandi þróunarverkefni.

Verðlaunin eru veitt verkefni í skólastarfi sem stenst ýtrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hefur samfélagslega skírskotun og nýtist til að efla menntun í landinu. Að auki verður veitt hvatning til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum sem þykja skara fram úr, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert