Elliðavatnsvegur á milli Kaldárselsvegar og Vífilsstaðavegar, einnig þekktur sem flóttamannaleiðin, verður malbikaður í norðurátt á morgun. Verður af þeim ástæðum lokað fyrir umferð í norðurátt, þ.e. frá Hafnarfirði inn í Garðabæ.
Umferð til suðurs, inn í Hafnarfjörð, mun fara meðfram vinnusvæði og verða viðeigandi merkingar og hjáleiðir settar upp.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 9 til 17.