Malbika flóttamannaleiðina á morgun

Lokað verður fyrir umferð til norðurs um flóttamannaleiðina á morgun …
Lokað verður fyrir umferð til norðurs um flóttamannaleiðina á morgun vegna malbikunarvinnu. Kort/Colas Hlaðbær

Elliðavatns­veg­ur á milli Kaldár­sels­veg­ar og Víf­ilsstaðaveg­ar, einnig þekkt­ur sem flótta­manna­leiðin, verður mal­bikaður í norðurátt á morg­un. Verður af þeim ástæðum lokað fyr­ir um­ferð í norðurátt, þ.e. frá Hafnar­f­irði inn í Garðabæ.

Um­ferð til suðurs, inn í Hafn­ar­fjörð, mun fara meðfram vinnusvæði og verða viðeig­andi merk­ing­ar og hjá­leiðir sett­ar upp.

Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá klukk­an 9 til 17.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert