Mikilvægur stuðningur Íslendinga

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) fagnar ákvörðun íslenskra stjórnvalda að taka við allt að fimmtán flóttamönnum úr Moria-flóttamannabúðunum á Lesbos. Fólkið mun bæt­ast í hóp þeirra 85 sem rík­is­stjórn­in hyggst taka á móti á þessu ári og er það lang­fjöl­menn­asta mót­taka flótta­fólks á einu ári hingað til lands.

Þúsundir flóttamanna og hælisleitenda eru án heimilis eftir eldsvoðann í Moria-búðunum í síðasta mánuði. Meðal annars börn, fjölskyldur og aðrir sem eru í viðkvæmri stöðu.

Ákvörðun Íslands kemur í kjölfar beiðni um að ríki sýndu stuðning og samstöðu og veittu Grikkjum aðstoð við að takast á við afleiðingar eldsvoðans.

Flótta­manna­nefnd mun ann­ast und­ir­bún­ing á mót­töku fjöl­skyldn­anna og mót­taka þeirra verður unn­in í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­bandið og grísk stjórn­völd. Þá mun Flótta­manna­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna vera ís­lensk­um stjórn­völd­um inn­an hand­ar varðandi það hvernig best verður staðið að því að koma fjöl­skyld­un­um til lands­ins.

AFP

Það sem af er ári hafa önnur ríki tekið við rúmlega eitt þúsund hælisleitendum frá Grikklandi en tæplega 10 þúsund eru enn í bráðabirgðaúrræðum á Lesbos. Fjögur þúsund fylgdarlaus börn eru enn í Grikklandi, að því er segir í tilkynningu frá UNHCR á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.

AFP

„Ákvörðun Íslands mun ekki aðeins veita nokkrum fjölskyldum í viðkvæmri stöðu von og aðstoð heldur sendir hún sterk skilaboð til Grikklands. Það er hvetjandi að sjá land eins og Ísland stíga fram og sýna evrópska samstöðu. UNHCR vonast til þess að hlýhugur Íslendinga hvetji önnur ríki til þess að fylgja á eftir,“ segir Henrik M. Nordentoft, málsvari UNHCR á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, í tilkynningu.

AFP

Jafnframt um Ísland veita 20 milljónir króna til stuðnings starfi UNHCR í Grikklandi. Þetta mun styðja við neyðaraðstoð til þúsunda sem eru í brýnni þörf fyrir aðstoð.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert