Segja met sett í fjölda smita

Þrír eru í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans vegna COVID-19. Myndin …
Þrír eru í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans vegna COVID-19. Myndin er tekin á gjörgæslunni í gær. Ljósmynd/Landspítali-Þorkell

Metfjöldi kórónuveirusmita í þessari bylgju faraldursins greindist innanlands í gær. Verið er að fara yfir tölurnar og verða þær gefnar út formlega klukkan 11. Þetta kemur fram í frétt RÚV en ekkert um hversu mörg smitin eru.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV hafa ekki greinst svo mörg smit hér á landi síðan í byrjun vors, þegar faraldurinn stóð sem hæst á Íslandi. Hæsta smittalan var 24. mars, þegar 106 manns greindust með veiruna, en það var einmitt sama dag og samkomubannið var sett á af fullum þunga í fyrsta sinn í lýðveldissögunni.

Síðan þessi bylgja hófst, sem miðar við 15. september, greindust mest 75 manns með veiruna, 18. september, en samkvæmt heimildum fréttastofu greindust töluvert fleiri en það í gær.

Frétt RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert