Sótthreinsa bílinn eftir hverja ferð

Sótthreinsa þarf alla sjúkrabíla á milli flutninga með sjúklinga sem …
Sótthreinsa þarf alla sjúkrabíla á milli flutninga með sjúklinga sem veikir eru af veirunni. Eggert Jóhannesson

Aukið álag er á sjúkra­flutn­inga­mönn­um vegna veirufar­ald­urs­ins. Ekki síst vegna þess að þeir þurfa að skipta um búnað og sótt­hreinsa sjúkra­bíl­inn eft­ir hvern flutn­ing með sjúk­ling sem þjá­ist af kór­ónu­veirunni. Slökkviliðsstjóri seg­ir að ekki megi mikið út af bregða svo rösk­un verði á þjón­ustu. 

„Það er klár­lega mikið álag. Sér­stak­lega vegna Covid-flut­ing­anna. Þeir eru flókn­ari og um­fangs­meiri en aðrir flutn­ing­ar,“ seg­ir Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu. „Það þarf meiri viðbúnað. Þú þarft að klæða þig í viðeig­andi búnað og svo þarf að sótt­hreinsa bíl­ana áður en þeir eru notaðir aft­ur,“ seg­ir Jón Viðar. 

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri
Jón Viðar Matth­ías­son slökkviliðsstjóri

Hann seg­ir að sjúkra­flutn­inga­menn þurfi einnig að skipta um hlífðarfatnað eft­ir hvern flutn­ing. „Allt verður um­fangs­meira, hver flutn­ing­ur tek­ur lengri tíma en venju­lega, und­ir­bún­ing­ur er meiri og eft­ir­vinn­an líka,“ seg­ir Jón Viðar.  

Ekki má mikið út af bregða

Hann seg­ir að vegna þessa mikla viðbúnaðar sé af­kasta­get­an minni en venja er. „Sem bet­ur fer hef­ur byggst upp þekk­ing og reynsla á því hvernig við eig­um að fást við þetta en það má ekki mikið út af bregða svo það verði rösk­un á okk­ar þjón­ustu,“ seg­ir Jón Viðar. 

Hingað til hef­ur megnið af flutn­ing­um ekki verið vegna mjög veikra ein­stak­linga og ekki hef­ur þurft að grípa til sér­staks hylk­is sem notað var í fyrstu bylgj­unni til að flytja fólk á sjúkra­stofn­an­ir. „Það er einnig aukið álag því starfs­menn þurfa að passa sig vel, að þeir færi ekki smit á milli sjúk­linga,“ seg­ir Jón Viðar. Hann seg­ir að ekki hafi komið upp til­vik þar sem smit hafi borist á milli fólks. Hvorki til starfs­manna né til annarra en Covid-sjúk­linga sem verið er að flytja.

Þá seg­ir hann að lítið hafi verið um for­föll í starfsliðinu.  „Við höf­um í raun verið ótrú­lega lán­söm með það hversu fáir hafa þurft að fara í ein­angr­un eða sótt­kví,“ seg­ir Jón Viðar.

Í fyrstu bylgjunni var notað við svokallað húdd. Sérstakt hylki …
Í fyrstu bylgj­unni var notað við svo­kallað húdd. Sér­stakt hylki til að flytja suma sjúk­linga. Ljós­mynd/Þ​orkell Þorkell­son


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert