Vætutíð setti mark sitt á sumarið

Rigningasumar. Regnhlífar sáust á lofti óvenjumarga daga sumarið 2020.
Rigningasumar. Regnhlífar sáust á lofti óvenjumarga daga sumarið 2020. mbl.is/Hari

Vætutíð setti mark sitt á sumarið 2020 að því er fram kemur í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Þar er farið yfir svonefnt „veðurstofusumar“ sem stendur frá 1. júní til og með 30. september.

Nýliðinn september var svalur og úrkomusamur. Sumarið var mjög sólríkt á Akureyri.

Meðalhiti í Reykjavík var 9,9 stig þessa fjóra mánuði, sem er 0,6 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhiti sumarsins er í 54. til 55. sæti á lista 150 ára samfelldra mælinga.

Á Akureyri var meðalhitinn 10,0 stig, 1,0 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en jafnt meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 31. sæti á lista 140 ára mælinga. Júlímánuður var sérlega kaldur, var víða um land ýmist sá næstkaldasti á öldinni eða sá þriðji kaldasti.

Nýliðinn september dró niður meðaltals sumarsins. Hann var fremur svalur og hiti undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu, að því er fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar. Að tiltölu var kaldast á Vestfjörðum en hlýjast á annesjum austanlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert